Laugardalsá er 16 km löng dragá í utanverðu Ísafjarðardjúpi sem rennur til sjávar í vestanverðum Mjóafirði eftir að hafa runnið niður Laugardal úr Laugarbólsvatni. Veiðisvæðið sjálft spannar um 6 km vegalengd. Upptök Laugardalsáar eru á hálendinu í Dumbudal.
Þessi á var fyrrum fisklaus en með tilkomu manngerðs fiskvegs í kringum árið 1969 hefur áin orðið gríðarlega góð laxveiðiá.
Laugardalsá er talin með bestu laxveiðiám á vestfjörðum með meðalveiði uppá um 320~400 laxa á ári með ágæta meðalþyngd veiddra fiska, eða um 7 pund.
Aðgengi að veiðistöðum og hyljum er nokkuð gott í Laugardalsá og hægt að aka nálægt flestum stöðum. Þó getur þurft að nota 2 jafnfljóta sumstaðar í efri hluta árinnar, en í ánni eru um 20 merktir veiðistaðir.
Í Laugardalsá er veitt á 2 ~ 3 stangir, og er þá horft til þes að í upphafi tímabils og lok tímabils sé veitt á 2 stangir, en yfir mitt tímabil sé veitt á 3 stangir.
Eingöngu er leyfð veiði á flugu út tímabilið sem nær frá 15. júní til 15. september ár hvert.
Laugardalsá – Skemmtilegar myndir úr ánni: