Norðfjarðará er rétt við Neskaupsstað í Fjarðarbyggð í um 750 km fjarlægð frá Reykjavík.
Upptökin eru undir Fanndalsfelli uppi á hálendinu inn af Norðfirði og eru nokkrar ár sem renna saman við hana á leið til sjávar í botni Norðfjarðar, svo sem Selá sem rennur úr Seldal, en einnig Hengifossá og aðrar minni sprænur.
Norðfjarðará er ein af bestu sjóbleikjuám landsins og hefur hún verið staðsett í topp 10 lista yfir bestu bleikjuár landsins. Slangur af laxi veiðist einnig í Norðfjarðará ár hvert.
Í ánni er mikið af tveggja til þriggja punda bleikjum og hefur heyrst að bleikjur allt að sex til sjö pund veiðist á hverju ári í þessari perlu austurlands.
Nokkuð jöfn veiði er í Norðfjarðará með um 700 til 800 bleikjur veiddar, og flestar af þeim eru veiddar á flugu, þó einnig sé leyfilegt að veiða með maðk og spón út tímabilið sem nær frá 15. júní og nær til 20. september ár hvert, en veitt er á 3 stangir á dag.
Helsti veiðitíminn í Norðfjarðará er þegar líða fer á júlímánuð og langt fram í ágúst.
Merktir veiðistaðir eru 20 og er nokkuð gott aðgengi að flestum stöðum og hyljum.
Og án efa er þar hægt að fá upplýsingar um mögulega kosti til gistingar í nágrenninu.
Norðfjarðará – Vinsælar flugur: