Staðará í Staðarsveit er á Snæfellsnesi í um 200km fjarlægð frá Reykjavík, og í um 85 km fjarlægð frá Borgarnesi.
Áin á upptök sín í Hagavatni og fellur til sjávar í Vatnsflóa. Í Hagavatni er ágæt veiði, bæði sjóbleikja, sjóbirtingur, og stöku lax og getur stærð fiska í vatninu orðið nokkuð góð.
Það er hinsvegar nokkuð mikill gróður í vatninu og hentar það kannski ekki mjög vel fyrir stangaveiði.
Staðará hefur verið þekkt sem ein af allra bestu sjóbirtingsám landsins og getur veiði þar á orðið ansi mögnuð ár hvert.
Mest er um sjóbirting í ánni, en þar er einnig nokkur bleikja, og laxavon er alltaf einhver.
Veitt er á 3 dagsstangir út tímabilið í Staðará sem nær frá 20. júní til 20. september ár hvert.
Leyfilegt er að veiða á flugu og kvótinn einn fiskur á stöng á dag. Sleppa þarf öllum fiski eftir það.
Vinsælar flugur:
Staðará – Skemmtilegar myndir frá ánni: