Hafralónsá er í Þistilfirði á norðaustur hluta landsins, í skotspöl frá Þórshöfn, en í um 700 km fjarlægð frá Reykjavík.
Þetta er 40 km. löng dragá sem á upptök sín í Heljardalsfjöllum og Stakfelli, Stakfellsvatni, og Hafralóni í um 500 metrum yfir sjávarmáli.
Þetta er vatnsmikil og nokkuð köld á, svotil á pari við Sandá að vatnsmagni, með 28 km. langt laxasvæði, eða allt upp að Laxfossi í Dimmugljúfrum sem er efsti veiðistaður.
Hafralónsá er mjög krefjandi á þar sem stórlaxar eru í meirihluta, þar sem skiptast á erfið gljúfur með straumhörðum hyljum og þægilegir veiðistaðir með mjög góðu aðgengi. Því má segja að áin sé eftirlæti fluguveiðimannsins.
Frá Laxfossi og niður á neðsta veiðistað eru um 55 merkti veiðistaðir sem flestir eru í ótrúlega tilkomumiklu umhverfi umvafnir gljúfrum og hömrum. Þegar neðar er komið í ánna eru malarbreiður og djúpir hyljir þar sem jafnvel stórar og fallegar bleikjur eru jafnt við stórlaxa.
Margir fara á neðstu svæðin eingöngu til að gera út á þessar stóru og fallegu bleikjur sem oft er hægt að fá á í hverju kasti.
Með frægustu veiðistöðum í Hafralónsá eru meðal annars Gústi og Stapi sem eru efstu veiðistaðirnir á miðju svæðinu, en ofan Stapa er oftast kallað efsta svæðið, eða fjallið, en það svæði nær alla leið upp á Laxfossi með ótal ógnarfallega veiðistaði.
Aðkoma og veiðistaðamerkingar eru með besta móti. Ekki er ekki ráðlagt að vera á litlum jepplingum þegar farið er yfir vöð þegar farið er upp á fjall. Þau geta verið dýpri en maður gerir sér grein fyrir. Vegurinn upp fjallið er hægfara svo betra er að vera á vel útbúnum bíl. Einnig eru nokkrir staðir í gljúfrunum sem eru erfiðari en önnur og ekki fyrir lofthrædda.
Ekkert mál er að nota einhendu um mest alla ánna, en 9-10′ einhenda fyrir línu 7-9 er mjög gott val. Gott er að hafa tvíhendu til taks einnig og grípa til ef með þarf.
Á neðstu svæðunum þar sem bleikjan heldur sig getur verið skemmtilegt að nota nettari græjur og egna litlum púpum.
Þó að svæðið sé skilgrent sé silungasvæði er ekkert sem segir að laxinn geti ekki tekið líka. Því er kannski ekki gott að nota of veika tauma.
Hafralónsá hefur löngum verið þekkt fyrir mikla stórlaxa og er veidd með 4 stöngum út tímabilið sem nær frá 24. júní til 20. september.
Eingöngu er leyfð veiði á flugu í Hafralónsá og er settur kvóti 1 lax á dag undir 60 cm. Öllum laxi umfram skal sleppt aftur í ánna.
Enginn kvóti er á bleikjum.
Umsögn Veiðistaðavefsins
Verð veiðileyfa
Merkingar á veiðistöðum
Aðkoma að veiðistöðum
Almenn ánægja
Frábært
Umsögn : Hér gefur að líta stjörnugjöf Veiðistaðavefsins. Þessi stigagjöf hefur EKKI áhrif á heildarstigagjöf notenda sem gefur að líta fyrir aftan nafn veiðisvæðis. Þetta mat er sjálfstætt og er eingöngu mat aðstandenda Veiðistaðavefsins.
Hafralónsá – Vinsælar flugur: