Nyrsta Hraunvatn er í Veiðivötnum sem óhætt er að segja að séu ein rómuðustu, gjöfulustu, og frægustu veiðivötn landsins.
Veiðivötn eru vatnaklasi í Landmannaafrétti sem samanstendur af allt að 50 vötnum, sem mörg hver eru sprengigígar. Um er að ræða bæði lítil sem stór vötn sem eru í um 570 ~ 590 metrum yfir sjávarmáli.
Flestir telja veiðivatnasvæðið eitt það fallegasta á landinu.
Nyrsta Hraunvatn
Nyrsta Hraunvatn er eins og nafnið gefur til kynna nyrst í Hraunvötnunum, nokkuð minna en nágranninn Stóra Hraunvatn.
Í Nyrsta Hraunvatni er eingöngu urriði, en þetta vatn er þónokkuð kalt og sandorpið sem gerir það að verkum að ekki eru góð skilyrði fyrir urriða í vatninu.
Veiðistaðir eru samt nokkrir, en það er um að gera að reyna aðra staði en þá sem merktir eru á korti einnig.