Hellavatn er í Veiðivötnum sem óhætt er að segja að séu ein rómuðustu, gjöfulustu, og frægustu veiðivötn landsins séu Veiðivötn.
Veiðivötn eru vatnaklasi í Landmannaafrétti sem samanstendur af allt að 50 vötnum, sem mörg hver eru sprengigígar. Um er að ræða bæði lítil sem stór vötn sem eru í um 570 ~ 590 metrum yfir sjávarmáli.
Flestir telja veiðivatnasvæðið eitt það fallegasta á landinu.
Hellavatn
Hellavatn er eitt af fyrstu vötnunum sem komið er að þegar ferið er í Hraunvötnin frá Litlasjó. Þetta er ekki mjög stórt vatn, líklega um 0.10 km2 að flatarmáli og umvafið stórbrotnu umhverfi.
Í Hellavatni er eingöngu urriði sem getur orðið mjög stór, eins og í öðrum Hraunvatnavötnum. Þetta vatn var áður fisklaust en er haldið við í dag með reglulegum seiðasleppingum, og þannig hefur urriðastofninum viðhaldið.
Þess má geta að þar sem Hellavatn er umvafið hrauni getur verið þónokkuð um festur í botni.
Veiðistaðir eru nokkrir, en það er um að gera að reyna aðra staði en þá sem merktir eru á korti einnig.