Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Hálendi / Veiðivötn – Grænavatn

Veiðivötn – Grænavatn

Veiðivötn - veidistadir.is

Grænavatn er í Veiðivötnum sem óhætt er að segja að séu ein rómuðustu, gjöfulustu, og frægustu veiðivötn landsins.
Um er að ræða vatnaklasa í Landmannaafrétti sem samanstendur af allt að 50 vötnum, sem mörg hver eru sprengigígar. Um er að ræða bæði lítil sem stór vötn sem eru í um 570 ~ 590 metrum yfir sjávarmáli.
Flestir telja veiðivatnasvæðið eitt það fallegasta á landinu.

Grænavatn

Grænavatn er annað stærsta vatnið á svæðinu, um 3.3 km2 að flatarmáli, og liggur við hlið Litlasjó. Mesta dýpi í Grænasjó er um 13.5 metrar, en meðaldýpi um 6.8 metrar. Grænavatn liggur í 579 metrum yfir sjávarmáli.

Nokkuð öflugur urriðastofn er í Grænavatni sem haldið er við með seiðasleppingum. Yfirleitt eru urriðar sem veiðast í Grænavatni með þeim stærstu sem veiðast í Veiðivötnum ár hvert, en oft getur reynst erfitt að fá þá til að taka.

Veiðistaðir eru nokkrir, en það er um að gera að reyna aðra staði en þá sem merktir eru á korti einnig.

Grænavatn

Grænavatn

Upphafsmynd: Haukur Böðvarsson með stærsta fluguveidda urriða Veiðivatna fyrr og síðar

Myndir frá vatninu:

x

Check Also

Veiðitjörn Arnarvatnsheiði - Veiðistaðavefurinn

Veiðitjörn – Arnavatnsheiði

Veiðitjörn hefur oft verið sagður einn fallegasti veiðistaður á Arnavatnsheiði, en þetta er tiltölulega lítið, 0.30 km2 vatn sem liggur norð-austan við Arnarvatn litla og ...