Heim / Veiðileyfasalar / Fish Partner / Tungufljót í Skaftártungu
  • Tungufljót í Skaftártungum

    Stórkostlegt sjóbirtingssvæði

  • Tungufljót í Skaftártungum

    Stórkostlegt sjóbirtingssvæði

  • Tungufljót í Skaftártungum

    Stórkostlegt sjóbirtingssvæði

Tungufljót í Skaftártungu

Tungufljót í Skaftártungum

Tungufljót er 4 stanga silungsveiðiá í Skaftárhreppi, Vestur-Skaftafellssýslu í um 232 km fjarlægð frá Reykjavík og í um 30 km fjarlægð frá Kirkjubæjarklaustri.

Þetta er vantsmikil bergvatnsá  sem á upptök sín á hálendinu ofan Skaftártungu, auk ýmissa lækja sem koma frá Bláfjalli. Tungufljót sameinast svo Ása-Eldvatni þegar komið er niður á láglendið.

Tungufljótið rennur um mjög fjölbreytt og fallegt landslag þar sem stundum er um að ræða hraun, og annarstaðar rennur það um þrönga farvegi með grónum bökkum.

Aðallega er veitt hér sjóbirtingur sem getur orðið rígvænn og hafa hér veiðst yfir 20 punda sjóbirtingar í gegnum tíðina. Einnig er bæði staðbundin bleikja í ánni, og slæðingur af laxi gengur einnig upp ánna.
Það eru ekki mjög margir veiðistaðir í Tungufljóti, en þeir eru allflestir mjög góðir.

Veitt er á 4 stangir í Tungufljóti út tímabilið sem hefst 1. apríl og nær til 20. október. Leyfilegt agn er fluga og aðeins er veitt á flugustangir en kaststangir eru ekki heimilar. Öllum fiski skal sleppt að lokum viðureignar. Særður fiskur skal njóta vafans.
Mjög gott veiðihús fylgir seldum veiðileyfum þar sem svefnpláss er fyrir að lágmarki 8 manns, en að auki eru þar öll helstu þægindi. Tilkomumikið útsýni er yfir stóran hluta veiðisvæðisins frá veiðihúsinu.
Tungufljót er 4 stanga silungsveiðiá í Skaftárhreppi, Vestur-Skaftafellssýslu í um 232 km fjarlægð frá Reykjavík og í um 30 km fjarlægð frá Kirkjubæjarklaustri. Þetta er vantsmikil bergvatnsá  sem á upptök sín á hálendinu ofan Skaftártungu, auk ýmissa lækja sem koma frá Bláfjalli. Tungufljót sameinast svo Ása-Eldvatni þegar komið er niður á láglendið. Tungufljótið rennur um mjög fjölbreytt og fallegt landslag þar sem stundum er um að ræða hraun, og annarstaðar rennur það um þrönga farvegi með grónum bökkum. Aðallega er veitt hér sjóbirtingur sem getur orðið rígvænn og hafa hér veiðst yfir 20 punda sjóbirtingar í gegnum tíðina. Einnig er…

Umsögn Veiðistaðavefsins

Verð veiðileyfa
Aðkoma að veiðistöðum
Umhverfi
Almenn ánægja

Mjög gott

Umsögn : Hér gefur að líta stjörnugjöf Veiðistaðavefsins. Þessi stigagjöf hefur EKKI áhrif á heildarstigagjöf notenda sem gefur að líta fyrir aftan nafn veiðisvæðis. Þetta mat er sjálfstætt og er eingöngu mat aðstandenda Veiðistaðavefsins.

Tungufljót – góðar flugur:

x

Check Also

Þingvallavatn Kárastaðir

Þingvallavatn Kárastaðir

Kárastaðir er svæði við Þingvallavatn í Þingvallasveit í Bláskógabyggð og er í um 50 km. fjarlægð frá Reykjavík. Þingvallavatn er í um 100m. hæð yfir ...