Hún er fremur lítil og nett til að byrja með en vex eftir því sem hliðarár falla í hana og er orðin um 4 m3/sek við ós Eystri Rangár.
Veiðisvæði Þverár er um 20 km langt og hefur verið þokkalega góð laxveiði í henni með yfirleitt um 100 ~ 200 laxa veidda á ári hverju.
Veiðinni hefur verið haldið uppi með sleppingum um 20 þúsund laxagönguseiða á ári sem hefur verið sleppt 4 sleppitjarnir vítt og breitt um ána.
Leyfðar eru 4 stangir í Þverá í Fljótshlíð út tímabilið sem nær frá 1. júlí til 27. október, og heimilt að veiða á flugu og maðk, en spónn er ekki leyfður.
Ágætt veiðihús fylgir seldum veiðileyfum sem staðsett er á Breiðabólsstað, en það er með svefnpláss fyrir 10 manns.
Þverá í Fljótshlíð – veðrið á svæðinu