Heim / Laxveiði / Laxveiði á Austurlandi / Selá í Álftafirði
  • Selá í Álftafirði

    Veitt í fallegu umhverfi þar sem kyrrðin ein ríkir

  • Selá í Álftafirði

    Veitt í fallegu umhverfi þar sem kyrrðin ein ríkir

Selá í Álftafirði

Selá í Álftafirði er tveggja stanga 15 km löng dragá í um 500 km fjarlægð frá Reykjavík og í um 63 km fjarlægð frá Höfn í Hornafirði. Hún rennur um Starmýrardal til sjávar í Álftafirði fyrir austan Þvottárskriður.
Umhverfi Selár er einstaklega fagurt þar sem hún hlykkjast um gljúfur og fjölbreytt fallegt svæði.

Áin er fiskgeng um 9 km vegalengd og er með um 20 merkta veiðistaði sem veiddir hafa verið á 2 stangir út tímabilið sem nær frá 1. júlí til 30. september. Eingöngu er leyfð fluguveiði í Selá í Álftafirði.

Í ánni er náttúrulegur laxastofn og hefur verið talið að hrygningar- og uppeldisaðstæður séu nokkuð góðar í ánni.

Ekki eru seld veiðileyfi í ánna sem stendur en núverandi leigutakar ætla sér að byggja upp ánna og eru háleitar áætlanir um sjálfbæra ræktun árinnar.

Við ósa árinnar eru þó nokkrar göngur af sjóbleikju auk þess sem sjóbirtingur veiðist hér líka.

Aðstaða er fyrir veiðimenn í gömlu íbúðarhúsi sem er til afnota fyrir veiðimenn.
Til að komast í veiðihúsið er ekið fram hjá Höfn í Hornafirði á þjóðvegi 1 þar til komið er í Álftafjörð. Svo er beygt til vinstri að Múla 3 eftir að hafa keyrt í um það bil 10 km frá brúnin yfir Selá. Þetta er tveggja hæða hús klætt með bárujárni.
Allar upplýsingar um veiðileyfi og annað sem tengist ánni er hægt að finna hjá aðstandendum Fly Fishing Iceland – http://www.flyfishingiceland.com/

x

Check Also

Jökla II laxveiðiá á Austurlandi

Jökla II er laxveiðiá á Austurlandi er eitt af svæðum í Jöklu sem er á austurlandi í um 660 km fjarlægð frá Reykjavík. Jökla II ...