Fagradalsá er á Skarðsströnd í um 50 km fjarlægð frá Búðardal og í um 210 km fjarlægð frá Reykjavík. Þessi fallega litla á á upptök sín á hálendinu og rennur um Fagradal, og í þröngum gljúfrum, allt til sjávar á Skarðströnd við Breiðafjörð.
Laxastigi var settur í gljúfrin sem aldrei virkaði og hefur því aldrei gengið lax upp í Fagradalsá.
Það er hinsvegar töluvert af bleikju í Fagradalsánni á sumrin.