Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Hálendi / Álftavatn á Rangárvallaafrétti

Álftavatn á Rangárvallaafrétti

Álftavatn á Rangárvallaafrétti er á hálendinu fyrir norðan Mýrdalsjökul á milli Torfajökuls og Tindafajallajökuls.
Vatnið er í um 160 km fjarlægð frá Reykjavík, er í um 530 metra hæð yfir sjávarmáli og að flatamáli er það um 1.10 km2.

Álftavatn er við Laugaveginn, gönguleiðina á milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Við Áltavatn er skáli Ferðafélags Íslands. Húsin við Álftavatn voru reist árið 1979 og rúma 58 manns.

Til að komast að vatninu er keyrð Fjallabaksleið syðri, og farið síðan veg F210. Á leiðinni eru margar óbrúaðar ár sem þarf að fara yfir sem margar eru vatnsmiklar, og því nauðsynlegt að vera á vel búnum bíl þegar haldið er þangað.

Miklið er af bleikju er í vatninu sem er smá sökum ofsetningar. Vatnið var hinsvegar talið fisklaust þar til bleikju var sleppt var í það.
Eftir þær sleppingar veiddust mjög vænar bleikjur í Álftavatni í nokkur ár.
Urriða var einnig sleppt í vatnið til að reyna á grisjun. Hann stækkaði nokkuð en ekki er vitað hvort grisjun á bleikjunni hafi tekist sem skildi með þeim sleppingum.

Í fögru umhverfi getur hinsvegar verið gaman að leika sér að bleikjunni þarna klárt mál að unga kynslóðin sem er að stíga sín fyrstu skref í veiði getur unað sér vel þarna.

Það er Veiðifélag Rangárvallaafréttar sem er með veiðiréttinn í Álftavatni, og veiðileyfi er hægt að nálgast í Upplýsingamiðstöðinni á Hellu.

x

Check Also

Villingavatn

Villingavatn

Villingavatn er lítið 0.18 km2 vatn við enda Þingvallavatns til suðurs við hlið Ölvusvatnsá og Ölvusvatnsós. Vatnið er grunnt 800m langt og 300 m að ...