Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Vestfjörðum / Fellsá í Strandarsýslu

Fellsá í Strandarsýslu

Fellsá er í Strandasýslu í um 240 km fjarlægð frá Reykjavík og í um 30 km fjarlægð frá Hólmavík.

Fellsá á upptök sín á Steinadalsheiði og rennur til sjávar í botni Kollafjarðar.

Á leiðinni niður af Steinadalsheiði heitir áin nokkrum nöfnum. Efst heitir hún Þórarinsá, þar á eftir Steinadalsá, og svo Fellsá.

Áin er fiskgeng um 6 km kafla og gengur nokkuð af bleikju í hana sem eru mest 1 – 2 pund sem sögð er stórskemmtileg viðureignar.

Fínt aðgengi er um ánna.

Upplýsingar og sala veiðileyfa er hjá Guðfinni Finnbogasyni í Miðhúsum í síma 451 3340.

x

Check Also

Bjarnarfjarðará

Bjarnarfjarðará er afar vinsæl sjóbleikjuá sem er staðsett í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu í um 300 km fjarlægð frá Reykjavík, og um 30 km fjarlægð frá ...