Hallá er á norðurlandi sem fellur í Húnaflóa rétt utan við Skagaströnd 280 km fjarlægð frá Reykjavík. 10 mín akstursfjarlægð frá Blönduós.
Þetta er 16 km. löng dragá, en veiðisvæði árinnar er hinsvegar um 10 km að lengd.
Það eru margir maríulaxarnir sem komið hafa úr Hallá sem er tilvalin fyrir fjölskyldur og minni hópa.
Þetta er lítil og viðkvæm á sem auðvelt er að ganga nærri. Það er því nauðsynlegt að hlífa henni eins og kostur er.
Eingöngu er nú leyfð fluguveiði í Hallá og skal öllum laxi sleppt. En leyfilegt er að drepa urriða.
Einungis er veitt með 2 stöngum í ánni út tímabilið sem nær frá 21. júní til 22. september.
Veiðihús fylgir seldum veiðileyfum.