Hvítárvatn

Hvítárvatn er stöðuvatn í Árnesþingi undir Langjökli , 45 km frá Gullfossi, en þar á Hvítá upptök sín sem vatnið tekur nafn sitt af. Í Hvítárvatn skríður Norðurjökull Langjökuls sem gerir það að verkum að vatnið er mjög jökullitað.

Hvítárvatn er 30 km² og mesta dýpt þess er 84 metrar.

Vatnið er ekki mjög veiðilegt vegna jökullitar, og vegna ísjaka sem brotnað hafa úr skriðjöklinum.
Það er hinsvegar talið að vatnið geymi mergð rígvænna bleikja.

Leigutakar veiða bleikjuna í net, og er algeng stærð um 3 pund, en bleikjur allt að 10 pund veiðast það á hverju ári.
Ekki hefur tekist að fá bleikjuna til að taka hvers kyns agn, s.s. spón, flugu, eða maðk.

Veiðileyfi til almennings eru ekki seld í vatnið.

x

Check Also

Leggjabrjótstjarnir Arnavatnsheiði - Veiðistaðavefurinn

Leggjabrjótstjarnir – Arnavatnsheiði

Leggjabrjótstjarnir eru á Arnarvatnsheiði en Arnarvatnsheiði og Tvídægra eru miklir heiðarflákar upp af Miðfirði og Hrútafirði, og þekja gríðarstórt landsvæði á hálendinu. Heiðarnar búa yfir ...