Þverá-Kjarrá

Þverá-Kjarrá í Borgarfirði á upptök sín í vötnum inn á Tvídægru við Kvíslamót en frá þeim stað er að­eins steinsnar að upptökum Núpsár í Miðfirði. Frá Tvídægru rennur áin niður Kjarrárdal og þar sameinast henni hliðarárnar Krókavatnsár og Lambá.
Þverá og Kjarrá í Borgarfirði eru í raun ein og sama áin þótt stundum sé rætt um þetta vatnasvæði sem tvær sjálfstæðar veiðiár.

Kjarrá er efri hluti árinnar, en Þverá neðri hluinn, eða fyrir neðan afréttar­girðingu fyrir ofan Örnólfsdal.
Um 18 km fyrir ofan ármót Þverár og Hvítár, fyrir neðan býlið Guðnabakki sameinast svo Litla-Þverá inn í Þverá.
Frá ósi við Brennutanga eru um 60 kílómetrar upp í Starir, efsta veiðistaðinn í Kjarránni, en Litla-Þverá er lax­geng um 15 kílómetra að Kambfossi.

Veitt er á 14 stangir í Þverá-Kjarrá sem skiptast á milli Þverás og Kjarrá með 7 stangir á svæði, og einungis er leyfð veiði á flugu.
Litla-Þverá hefur verið notuð sem frísvæði með seldum veiðileyfum.

Meðalveiðin í Þverá-Kjarrá hefur verið um 2000 laxar á ári.

x

Check Also

Skuggi – Hvítá

Hvítá í Borgarfirði er 117 km löng jökulá sem aðskilur Borgarfjarðarsýslu frá Mýrasýslu. Uppspretta Hvítár er við Eiríksjökul, hún rennur út í hafið nálægt Borgarnesi. ...