Þverá-Kjarrá í Borgarfirði á upptök sín í vötnum inn á Tvídægru við Kvíslamót en frá þeim stað er aðeins steinsnar að upptökum Núpsár í Miðfirði. Frá Tvídægru rennur áin niður Kjarrárdal og þar sameinast henni hliðarárnar Krókavatnsár og Lambá.
Þverá og Kjarrá í Borgarfirði eru í raun ein og sama áin þótt stundum sé rætt um þetta vatnasvæði sem tvær sjálfstæðar veiðiár.
Kjarrá er efri hluti árinnar, en Þverá neðri hluinn, eða fyrir neðan afréttargirðingu fyrir ofan Örnólfsdal.
Um 18 km fyrir ofan ármót Þverár og Hvítár, fyrir neðan býlið Guðnabakki sameinast svo Litla-Þverá inn í Þverá.
Frá ósi við Brennutanga eru um 60 kílómetrar upp í Starir, efsta veiðistaðinn í Kjarránni, en Litla-Þverá er laxgeng um 15 kílómetra að Kambfossi.
Veitt er á 14 stangir í Þverá-Kjarrá sem skiptast á milli Þverás og Kjarrá með 7 stangir á svæði, og einungis er leyfð veiði á flugu.
Litla-Þverá hefur verið notuð sem frísvæði með seldum veiðileyfum.
Meðalveiðin í Þverá-Kjarrá hefur verið um 2000 laxar á ári.