Skammt frá Laxá í Leirársveit sem er mun þekktari en Leirá, og nýtur góðs af nærveru hennar.
Áin er frekar nett veiðiá og er mikilvægt að fara varlega um bakka hennar til að ná góðum árangri. Í ánni eru um 24 merktir veiðistaðir sem ágæt aðkoma er að, sérstaklega í neðri hluta árinnar. Heildarlengd veiðisvæðisins telur um 4km. Allt að 60 laxar veiðst í ánni á ári sem telst all gott miðað við stærð.
Þarna er oftast fín sjóbirtingsveiði vorin auk þess sem bleikja veiðist oft í ósnum í maí og júní. Tímabilið í Leirá hefst 1. apríl og nær til 10. október. Veiðiímabilið skiptist þannig að frá 1. apríl til 15 maí er þar veiddur sjóbirtingur, frá 10. júlí til 10. október er veiddur lax.
Leyfðar eru 2 stangir á dag í Leirá sem ávallt eru seldar saman og er eingöngu er leyfð veiði á flugu, og skal öllum fiski sleppt aftur. Daglegur veiðitími er frá morgni til kvölds.
Góðar flugur í ánna eru allar helstu sjóbirtingsflugur á sjóbirtingstímanum, og yfir laxveiðitímann eru litlar flugur ávísun á góðan árangur árangur.