Grímsá sjóbirtingsveiði er snemma vors í Grímsá í Lundareykjadal, um 70 km vestur af Reykjavík.
Ekinn er Vesturlandsvegur frá Reykjavík og rétt áður en komið er að Borgarfjarðarbrú er sveigt til hægri inn á þjóðveg númer 50. Er númer 50 ekinn þar til að komið er að vegamótum og er þá tekin vinstri beygja að Hvítárvöllum. Mjög fljótt eftir þessi gatnamót er vegarslóði til hægri sem liggur að veiðihúsinu. Hann er vel merktur og rekur sig yfir kjarri vaxið holt.
Grímsá í Lundareykjadal telst til bestu laxveiðiáa landsins. Áin á upptök í Reyðarvatni en í það falla smáár og lækir, að nokkru leyti uppsprettuvatn, sem gefa ánni nokkurn lindarársvip. Tunguá rennur í Grímsá við Veiðistað nr. 600, Oddstaðfljót.
Samanlagt vatnasvið ánna er 313 ferkílómetrar.
Grímsá sjóbirtingsveiði hefst 1. apríl og nær til 10. maí, og skal öllum fiski sleppt, hvort sem um sé að ræða sjóbirtingur eða lax.
Veitt er á 2 stangir í Grímsá á sjóbirtingstímanum.
Myndir: Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson / Robert Nowak
Grímsá sjóbirtingsveiði – vinsælar flugur: