Heim / Laxveiði / Laxveiði á Norðurlandi / Fnjóská í Þingeyjarsýslu

Fnjóská í Þingeyjarsýslu

Fnjóská í Þingeyjarsýslu í um 40 km fjarlægð frá Akureyri.

Fnjóská er vatnsmikil dragá sem rennur norður endilangan Fnjóskadal og um Dalsmynni í Eyjafjörð, skammt frá Laufási.

Hún er um 117 kílómetrar að lengd og telst vera níunda lengsta á landsins. Fyrr á tíð – á síðasta sumartímabili ísaldar – mun hún hafa fallið um Flateyjardalsheiði og til sjávar í Skjálfandaflóa.

Þá hefur hún verið lengsta á Íslands. Enn má sjá gljúfur hennar á heiðinni.

Upptök árinnar eru í Bleiksmýrardrögum á Sprengisandi, inn af Bleiksmýrardal, sem er vestastur og lengstur dalanna þriggja sem liggja til suðurs inn af Fnjóskadal.

Í botni Fnjóskadals rennur Bakkaá í hana en hún verður til skömmu innar þegar Hjaltadalsá og Timburvalladalsá, sem koma úr hinum dölunum tveimur, falla saman.

Umhverfi árinnar þykir víða fallegt en hún rennur meðal annars um Vaglaskóg. Allnokkur lax- og silungsveiði er í ánni.

Elsta Fnjóskárbrúin var reist árið 1908 og var það fyrsta brú sem gerð var á Íslandi úr járnbentri steinsteypu og auk þess lengsta steinsteypubogabrú á Norðurlöndum á þeim tíma.

Fnjóská er einstaklega falleg á með mörgum veiðistöðum sem henta vel til fluguveiða og þá sérstaklega sá hluti árinnar sem er ofan gljúfranna á neðsta svæðinu.

Fnjóská er þekkt fyrir stóra laxa en stærsti skráði laxinn 2013 var 97 cm sem kom á land í júní.

Auk þess er töluverð silungsveiði í ánni, fyrst og fremst sjóbleikja og stöku sjóbirtingur, en einnig er þar staðbundinn silungur, bæði bleikja og urriði.

Veiðisvæði Fnjóskár er um 50 km langt og nær það frá ósi árinnar, sem er rétt innan við Grenivík, og upp að ármótum Bakkaár og Fnjóskár við bæinn Reyki sem er efsti bærinn í Fnjóskadal.

Veitt er á 8 stangir í Fnjóská frá 24. júní til 29. ágúst.

x

Check Also

Blanda 1 neðsta svæði Blöndu

Blanda 1 er neðsta svæði Blöndu, sem er jökulá í Austur-Húnavatnssýslu á Norðvesturlandi og rennur í gegnum Blönduós, í um 240 km fjarlægð frá Reykjavík. ...