Gufudalsá er í Gufudal í um 250 km. fjarlægð frá Reykjavík, og er heildarlengd veiðisvæðisins um 8 km., eða allt frá ósi og að efri fossum ofan Gufudalsvatns og Gufudalsvatn allt.
Gufudalsá er gjöful bleikjuveiðiá tilvalin fyrir alla fjölskylduna. Þarna hafa ungir veiðimenn oft á tíðum stigið sín fyrstu skref í veiðimennsku. Sjógengin bleikja veiðist bæði í ánni og vatninu, mest í kringum eitt pund, en einnig bleikjur allt að fjögur pund.
Nokkrir tugir laxa hafa veiðst síðustu árin. Mest veiðist á flugu.
Aðgengi að veiðistöðum er gott og gott veiðihús er við ána. Töluvert af veiðinni kemur á land úr Gufudalsvatni en mikilvægt er að það gári aðeins ef fiskur á að taka.
Seldar eru 4 stangir á dag í þriggja daga hollum og fylgir notarlegt veiðihús með leyfum.