Sandvatn er stöðuvatn norður af Þingvallasveit, skammt vestan Leggjabrjóts og er við hliðina á Myrkavatni. Öxará rennur úr Myrkavatni.
Ekki er vitað um veiði í Sandvatni, né hver getur gefið veiðileyfi, en vatnið ku tilheyra Þingvallakirkju, eða jafnvel Kjós.
Vatnið er mjög veiðilegt og líklegt að þar sé hægt að næla sér í silung.
Upphafsmynd: Arnbjörn Jóhannesson