Hellishólavatn

Hellishólavatn er sleppitjörn við Hellishóla.

Hellishólar eru í um 10 km fjarlægð frá Hvolsvelli og einungis um rúmlega klukkutíma akstursfjarlægð frá Reykjavík. Þegar komið er á Hvolsvöll er skilti í enda bæjarins á vinstri hönd sem vísar inní Fljótshlíð. Keyrt er inní Fljótshlíðina í um 10 mínútur þar til komið er að skilti á hægri hönd, merkt Hellishólar.

Hægt er að renna fyrir silung í sleppivatni Hellishóla og eru veiðileyfi seld á staðnum. Á hverju sumri er sleppt um 1.000 rengbogasilungum frá 1,5 til 4 pund. Mikið súrefni og góð lífsskilyrði eru þess valdandi að silungurinn er mjög sprækur og hreinlega dansar á sporðinum þegar hann tekur hraustlega í fluguna sem beitt er.

Hægt er að kaupa veiðistangir fyrir börn og fullorðina á Hellishólum.
Verð fyrir veiðileyfi í Hellishólavatni: 10.000 kr. innifalið eru 4 fiskar

x

Check Also

Þingvallavatn Kárastaðir

Þingvallavatn Kárastaðir

Kárastaðir er svæði við Þingvallavatn í Þingvallasveit í Bláskógabyggð og er í um 50 km. fjarlægð frá Reykjavík. Þingvallavatn er í um 100m. hæð yfir ...