Seltjörn er allstór tjörn í sigdæld sunnan í Kvíguvogastapa, rétt við vegamót Keflavíkur- og Grindavíkurvega. Þar var vænum silungi sleppt. Á veturna er stunduð dorgveiði gegnum ís á vatninu.
Löglegt agn: Fluga, maðkur og spónn.
Fiskur þykir góður á þessum slóðum og veiði oft mikil. Búið er að sleppa rígvænum urriða af Ísaldarstofni (sá hinn sami og í Veiðivötnum og Þingvallavatni) frá 2 pundum og upp í 10 punda fiska (meðalstærðin 3-4 pund).