Eyrarvatn er við Þórisstaði í Svínadal. Á Þórisstöðum í Svínadal í Hvalfjarðarsveit er boðið upp á veiði í þremur stöðuvötnum, en þau eru Geitabergsvatn, Þórisstaðavatn og Eyrarvatn.
Þau eru öll hluti af vatnasvæði Laxár í Leirársveit. Lax gengur í vötnin og silungur er þar staðbundinn, bæði bleikja og urriði. Þórisstaðavatn er þeirra stærst, 1,37 km2 að stærð og liggur 71 m hæð yfir sjávarmáli. Mesta dýpt vatnsins er um 24 m.
Vötnin eru í um 82km fjarlægð frá Reykjavík, sé farið um Hvalfjarðargöng og 27 km frá Akranesi. Fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins er tilvalin tilbreytni að keyra Hvalfjörðinn, en sú leið tekur u.þ.b. 15 mín. aukalega.
Veiðisvæðið spannar allt Geitabergsvatn, allt Þórisstaðavatn og norðanvert Eyrarvatn.
Mest veiðist af urriða í vötnunum, en einnig bleikju auk þess sem lax veiðist stöku sinnum. Silungarnir geta orðið mjög vænir í vötnunum.
Leyfilegt er að veiða frá kl. 07.00 til kl. 23.00 til 20. ágúst, en eftir það má aðeins veiða til kl. 21.00.
Veiðitímabilið í vötnunum hefst 1. apríl og nær til 25. september ár hvert og er nokkuð jöfn veiði út tímabilið.
Eingöngu er heimilt að veiða með flugu, maðk og spón við Eyrarvatn.
Eyrarvatn – Vinsælar flugur: