Kringluvatn er í Suður-Þingeyjarsýslu og er u.þ.b. 0,6 km2 að stærð og í tæplega 270 m. yfir sjávarmáli. Úr vatninu fellur Geitafellsá í Langavatn. Mesta dýpi er um 12 m. Mjög góð dorgveiði er einnig í vatninu og geta korthafar veitt allt árið. Vatnið er mjög barnvænt.
Vatnið í um 440 km. frá Reykjavík og tæplega 40 km. fjarlægð frá Húsavík.
Bæði urriða og bleikju má finna í vatninu en talsvert veiðist af vænum urriða, sérstaklega í dorgveiði.
Veiði er heimil í öllu vatninu frá morgni til kvölds allt tímabilið, sem nær yfir allt árið.
Besti veiðitíminn er að öllu jöfnu árdegis og síðla dags, sem annars er jöfn yfir allt veiðitímabilið.
Heimilt er að veiða með flugu, maðk, og spón í Kringluvatni.