Langavatn á Mýrum liggur í sunnanverðum Langadal í Mýrasýslu, norðaustur af Grímsstaðamúla.
Langavatn á Mýrum erum 5,1 km2 að flatarmáli og hefur verið mælt allt að 36 metra djúpt, þegar mest er í því. Það liggur 215 metra yfir sjávarmáli í fallegu umhverfi. Þangað rennur Langavatnsá að norðan, en Beilá að austan. Úr suðvesturhorni þess fellur hin kunna Langá til suðurs. Langavatn á Mýrum hefur verið notað til vatnsmiðlunar og því getur yfirborðshæð þess verið nokkuð breytileg.
Leiðin að Langavatni liggur eftir þjóðvegi nr. 1 um Borgarnes að Svignaskarði. Þar er ekinn 13 km. langur afleggjari, jafnan fólksbílafær, á vinstri hönd, upp með Gljúfurá. Þá er einnig fært að vatninu eftir leið upp með Langá.
Veiði er heimil í öllu vatninu en helstu veiðistaðir eru austarlega í vatninu við hólma, sem eru fram undan leitarmannakofa við vatnið. Góðir veiðistaðir eru einnig við útfall Langár.
Í vatninu veiðist bæði bleikja og urriði, bæði litlir og stórir fiskar, en meira en 8 punda urriðar hafa veiðst í vatninu.
Netaveiði er stunduð í vatninu en er bönnuð fyrir handhafa Veiðikortsins.
Daglegur veiðitími er frá kl 7:00 til kl 24:00 út tímabilið sem nær frá 15 júní og nær til 20. september.
Heimilt er að veiða með flugu, maðk, og spón eingöngu. Fyrri hluti sumars gefur jafnan vel.
Langavatn á Mýrum – Vinsælar flugur: