Haukadalsvatn er í Haukadal, skammt frá Búðardal í um 140km fjarlægð frá Reykjavík. Ekið er um Bröttubrekku og þaðan upp þjóðveg 587, rétt áður en komið er að Haukadalsá.
Haukadalsvatn er um 3,2 km2 að stærð, í 37 m. hæð yfir sjávarmáli og er mesta dýpi um 40 m.
Í vatninu er mest um 1-2 punda sjóbleikju, sem gengur upp í gegnum Haukadalsá, og er talsvert mikið af henni. Töluvert af laxi gengur upp í Haukadalsvatn, en hann veiðist jafnan ekki á stöng, en þó eru þess dæmi samt.
Besta veiðin fæst jafnan þar, sem lækir renna í vatnið, og er leyfilegt ag fluga, maðkur, og spónn.
Daglegur veiðitími er frá morgni til kvölds út tímabilið sem spannar frá 1. maí til 30. september.
Haukadalsvatn er síðsumarsvatn og því er besti veiðitíminn frá miðjum júlí og fram í septemberlok.
Aðeins er heimilt að veiða í landi Vatns. Ekki má veiði innan við 100 metra frá ós. Veiðisvæðið nær þaðan og allt að gilinu. Veiðimörk eru merkt.
Haukadalsvatn – vinsælar flugur: