Mjóavatn er í 600 km fjarlægð frá Reykjavík, og um 75 km frá Egilsstöðum, og er staðsett í Breiðdal við þjóðveg 1, skammt frá Breiðdalsvík.
Vatnasvæðið, sem inniheldur Kleifarvatn og Mjóavatn, er stutt frá þjóðvegi 1 og í námunda við Breiðdalsvík, á móts við eyðibýlið Ytri-Kleif. Stærð Kleifarvatns er tæplega 1 km2. en Mjóavatns um 0,15 km2.
Í Mjóavatni má finna bæði bleikju og urriða og getur silungurinn orðið vænn. Ekki er stunduð netaveiði í vatninu svo vitað sé til.
Veiða má á öllum bökkum vatnsins, og er heimilt að veiða með flugu, maðki, og spón við Mjóavatn.
Veiðitímabil Mjóavatns er frá 1. maí ár hvert til 31. september, og má veiða allan sólarhringinn.
Nokkuð jöfn veiði er yfir daginn að sögn.
Mjóavatn – Vinsælar flugur: