Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Austurlandi / Haugatjarnir í Skriðdal
  • Haugtjarnir í Skriðdal

    Skemmtileg fjölskylduvæn veiði

  • Haugtjarnir í Skriðdal

    Skemmtileg fjölskylduvæn veiði

  • Haugtjarnir í Skriðdal

    Skemmtileg fjölskylduvæn veiði

  • Haugtjarnir í Skriðdal

    Skemmtileg fjölskylduvæn veiði

Haugatjarnir í Skriðdal

Haugatjarnir eru í Skriðdal, í um 35km fjarlægð frá Egilsstöðum, og 650 km frá Reykjavík.

Um er að ræða tvær tjarnir, sem eru mjög hentugar fyrir fjölskyldur. Þær eru ekki stórar en mjög aðgengilegar. Haugatjarnir geyma mikið af fiski og því sérstaklega skemmtilegar fyrir ungu kynslóðina. Mikið og gott berjaland er við Haugatjarnir.
Tjarnirnar eru við bæinn Hauga sem stendur við þjóðveg eitt, og er veiði heimil í báðum tjörnunum.

Handhafar Veiðikortsins hafa heimild til að tjalda endurgjaldslaust við vatnið, á eigin ábyrgð. Taka skal fram, að hvorki er þar að finna skipulagt tjaldstæði né hreinlætisaðstöðu.

Leyfilegt er að veiða allan sólarhringinn allt tímabilið, sem spannar frá 1. maí til 30. september.
Einungis er leyfilegt að veiða með fluga, maðk, og spón.

Vinsamlegast skiljið ekki eftir rusl og stranglega bannað er að aka utan vegar. Handhafar Veiðikortins þurfa að skrá kortanúmer og kennitölu hjá umsjónarmanni, Hugrúnu Sveinsdóttur á Haugum. Börn yngri en 14 ára veiða frítt.
Veiðivörður / umsjónarmaður:
Hugrún Sveinsdóttir, Haugum, s: 471-1819.

Haugatjarnir – vinsælar flugur:

 

x

Check Also

Breiðdalsá silungasvæði

Breiðdalsá silungasvæði er svæði í Breiðdalsá sem er ákaflega falleg laxveiðiá með gjöfult silungasvæði í um 615 km fjarlægð frá Reykjavík og í um 80 ...