Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Norðurlandi / Æðarvatn á Melrakkasléttu
  • Æðarvatn á Melrakkasléttu

    Skemmtileg urriða- og bleikjuveiði á norðausturlandi

  • Æðarvatn á Melrakkasléttu

    Skemmtileg urriða- og bleikjuveiði á norðausturlandi

  • Æðarvatn á Melrakkasléttu

    Skemmtileg urriða- og bleikjuveiði á norðausturlandi

Æðarvatn á Melrakkasléttu

Æðarvatn er eitt þriggja vatna innan Veiðikortsins á Melrakkasléttu. Hin vötnin eru Hraunhafnarvatn, og Arnarvatn.
Þessi vötn eru í Norðurþingi á Melrakkasléttu, og er Æðarvatn ferkar smátt og grunnt, eða 0.8 km² að stærð. Mesta dýpt er um 3 m.

Fjarlægð er um 610 km. frá Reykjavík sé farið um Hólaheiði og 5-10 km. frá Raufarhöfn. Varðandi Æðarvatn þá liggur þjóðvegurinn rétt ofan við nyrðri enda vatnsins í u.þ.b. 100 m. fjarlægð og er ágætt að leggja bílum þar.  Fyrir þá sem ætla í Arnarvatn þá er töluverð ganga þangað eða um 500 m.

Veiði er heimil í landi Skinnalóns og má sjá merkingu á korti hvar má veiða. Í Æðarvatni er best að veiða á töngum, sem skaga út í vatnið á nokkrum stöðum.

Æðarvatn geymir mikið af fisk í vatninu, ½ ~ 3 punda bleikju sem er að finna um allt vatn, og 1-4 punda urriða.

Leyfilegt er að veiða með maðki, flugu, og spón í Æðarvatni.

Leyfilegt er að tjalda á eigin ábyrgð á gömlu túni við vatnið, en stutt er í mjög gott skipulagt tjaldstæði á Raufarhöfn. Einnig er hægt að athuga með gistingu á Hótel Norðurljósum eða á Gistihúsinu Hreiðrið www.nesthouse.is, sem er staðsett á Raufarhöfn.
Handhöfum Veiðikortsins ber að vera með kortið og skilríki á sér og tilbúnir að sýna það veiðiverði þegar hann vitjar veiðimanna. Það er stranglega bannað að skilja eftir sig rusl og aka utan vega. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa. Óskað er eftir að því að menn sendi upplýsingar um afla með tölvupósti á netfangið veidikortid@veidikortid.is.
Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum: Halldór Þórólfsson S: 863-8468.

Æðarvatn – vinsælar flugur:

 

x

Check Also

Langavatn – Skagaheiði

Langavatn er á Skagaheiði, en Skagaheiði er stórkostlegt land sem fáir þekkja, þar er töfrandi fegurð og heillandi möguleikar til útivistar. Landslagið er tiltölulega lágt, ...