Hraunsfjörður er á norðanverðu Snæfellsnesi, mitt á milli Stykkishólms og Grundarfjarðar.
Í raun er um að ræða lón fyrir innan stíflu við Hraunsfjörð.
Lónið er í um 180 km. fjarlægð frá Reykjavík. Ekið er sem leið liggur fram hjá Borgarnesi og beygt inn á Mýrar. Síðan er beygt upp á Vatnaleið, við Vegamót, í átt að Stykkishólmi. Þegar komið er yfir heiðina er beygt til vinstri í átt að Grundarfirði og síðan aftur til vinstri eftir um 4 km. við skilti er vísar á veiðisvæðið.
Hraunsfjörður er afburðarskemmtilegt veiðisvæði. Svæðið er víðáttumikið og mikið af fiski, sjóbleikju, sjóbirtingi og laxi.
Heimilt er að veiða í lóninu fyrir innan stíflu. Veiði fyrir neðan stíflu er bönnuð með öllu. Athugið að það er bannað að veiða í stífluopinu og ekki er heimilt að standa á steinsteypta kantinum og kasta þaðan. Samkvæmt veiðireglum má ekki veiða nær stíflu en 20 m.
Hraunsfjörður bíður upp á góða aðstöðu fyrir tjöld og húsbíla. Þá er farinn slóði vestan megin við vatnið, sem nær inn að botni fjarðarins. Einnig er bent á bændagistingu í Eyrarsveit og gistimöguleika í Grundarfirði og Stykkishólmi.
Mjög góð veiði er í júlí og ágúst en einnig hafa menn gert góða vorveiði í apríl og maí, sér í lagi sjóbleikjuveiði. Fiskurinn er mikið í flugu á vorin en síðsumars gengur bleikjan inn undir botn og er gjarna við ósa lækjanna sem falla í vatnið, sér í lagi á heitum dögum.
Veiði dreifist nokkuð jafnt yfir sumarið, en óneitanlega er meiri von á laxi og sjóbirtingi þegar komið er fram í ágúst.
Veiðivörður er Tryggvi Gunnarsson S: 893-0000. Veiðieftirlitsmaður er Bjarni Júlíusson, S. 693-0461 / 438-1787. Veiðimenn skulu sýna veiðiverði og veiðieftirlitsmanni veiðileyfi sín og/eða Veiðikortið, sé um það beðið.
Umsögn Veiðistaðavefsins
Verð veiðileyfa
Aðkoma að vatninu
Umhverfi
Möguleiki á afla
Mjög gott
Umsögn : Umsögn : Hér gefur að líta stjörnugjöf Veiðistaðavefsins. Þessi stigagjöf hefur EKKI áhrif á heildarstigagjöf notenda sem gefur að líta fyrir aftan nafn veiðisvæðis. Þetta mat er sjálfstætt og er eingöngu mat aðstandenda Veiðistaðavefsins.
Hraunsfjörður – Vinsælar flugur: